Sími:  820 4410  Reynir

Við höfum reynslu af öllum stigum mannvirkjagerðar.

BYGGINGASTJÓRiNN

BYGGINGASTJÓRINN

Byggingastjóri er sérstaklega ráðinn til starfsins og er fulltrúi verkkaupa í verkinu. Byggingastjóri er ábyrgur fyrir því, gagnvart yfirvöldum og eiganda, að verk séu útfærð í samræmi við teikningar hönnuða og í samræmi við byggingarreglugerð og að fram fari opinberar úttektir á verkþáttum og verkinu í heild í samræmi við byggingarreglugerð. Byggingaryfirvöld á svæðinu þurfa að samþykkja byggingastjórann og ganga frá skráningu hans á verkið. Byggingastjóri þarf að hafa gildandi ábyrgðartryggingu gagnvart því verki sem um ræðir.

 

EFTIRLIT

Eftirlitsaðili er einnig fulltrúi verkkaupa og er hlutverk hans að hafa eftirlit með framkvæmdunum, hann fer yfir teikningar, verkskilmála, verklýsingar og verkáætlun og fylgir því eftir að þeim sé fylgt á meðan á framkvæmdum stendur.

Hann fylgist með framgangi verksins og fylgir því eftir að hann sé í samræmi við samning og verkáætlun. Ef eftirlitsaðila finnst ástæða til gerir hann athugasemdir við þessi gögn og óska eftir skýringum. Hér má t.d. nefna verkáætlunina, en ljóst þarf að vera hversu marga menn verktaki hyggst vera með við verkið á hverjum tíma þannig að verkið klárist á tilsettum tíma. Ef eftirlitið telur t.d. að mönnunin dugi ekki til þá gerir það athugasemdir við það. Eftirlitið kemur einnig að úttekt í lok ábyrgðartíma verksins og er ábyrgur fyrir því að verkið sé unnið í samræmi við reglugerðir og góð og fagleg vinnubrögð.

Á framkvæmdatímanum felst eftirlitið m.a. í að tryggja að vinnu- og efnisgæði séu í samræmi við samninga, staðla og opinberar samþykktir, halda verkfundi og sjá um að þeir séu skráðir og að allt komi þar fram sem skiptir máli í verkinu. Eftirlitið yfirfer kostnaðaráætlanir, yfirfer tímaáætlanir, efnispantanir, miðlar upplýsingum milli verkkaupa og verktaka um breytingar og viðbætur o.þ.h.

Eftirlitið yfirfer og samþykkir reikninga verktaka og þar með uppgjörsform, sem sýnir stöðu verksins á hverjum tíma. Eftirlitið semur um aukaverk f.h. verkkaupa og samþykkir reikninga fyrir þau.

Hann gerir aðilum viðvart ef áætlanir eru að raskast. Eftirlitið samræmir verk verktaka og annarra verktaka á vinnustaðnum, ef þörf er á, og úrskurðar í ágreiningsmálum.

Eftirlitið á samstarf við hönnuði verksins og leitar til þeirra eftir þörfum á útfærslu á þáttum viðkomandi hönnuðar. Eftirlitið kemur upplýsingum um hugsanleg mistök hönnuða til viðkomandi hönnuðar og verkkaupa, leitar úrbóta og metur hvort þau hafi áhrif á verkið og þar með greiðslur til verktaka.

 

 

GÓÐ RÁÐ

Verkefnastjórnun felur í sér markvissan undirbúning, áætlanir, greiningu áhættuþátta/stýringu, innkaup, framkvæmd, verkefnagát, uppgjör og verklok.

VERKSAMNINGUR

Gerður er verksamningur í framhaldi af útboði eða sem fyrsta skrefið við stjórnun framkvæmda.

 

VERÐSKRÁ

Tímagjald er kr. 19.900

Ábyrðagjald við samning kr 750.000

Byggingarstjórinn ehf  |  Grensásvegi 50, 3 hæð  |  108 Reykjavík

SímI:  820 4410  Reynir

vefhönnun: Ímyndunarafl

Byggingarstjórinn ehf

 

Sundagörðum 2

 

104 Reykjavík