Sími:  820 4410  Reynir

Við höfum reynslu af öllum stigum mannvirkjagerðar.

BYGGINGASTJÓRN

BYGGINGASTJÓRN

Við stjórn byggingarframkvæmda skal skv. byggingarreglugerð vera byggingarstjóri.

 

Starfssvið byggingarstjóra er skilgreint þannig:

Byggingarstjóri er framkvæmdastjóri byggingaframkvæmda. Hann ræður iðnmeistara með samþykki verkkaupa. Samsvarandi gildir um uppsögn iðnmeistara. Byggingarstjóri gerir verksamninga við undirverktaka sem hann ræður í samstarfi og með umboði verkkaupa. Byggingarstjóri skal bera ábyrgð á að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Byggingarstjóri skal fullnægja öllum ákvæðum skipulags- og byggingarlaga og byggingarreglugerðar varðandi ábyrgð og skyldur byggingarstjóra. Hann hefur umsjón með öllu er varðar verkframkvæmdina, rekstur vinnustaðarins, samræmingu á vinnu verktaka og sér til þess að verktakar afli nauðsynlegra leyfa og heimilda eftir því sem lög og reglur segja til um. Byggingarstjóri skal boða til og vera viðstaddur allar úttektir og hafa umsjón með öflun leyfa og samþykkta á yfirvöldum.

 

Byggingarstjóra er skylt, með minnst sólarhrings fyrirvara, að óska úttektar byggingarfulltrúa á eftirfarandi:

 

  1. Jarðvegsgrunni áður en byrjað er á mótauppslætti eða fyllingu
  2. Undirstöðuveggjum
  3. Lögnum í grunni þ.m.t. rör fyrir rafmagnsheimtaug, áður en hulið er
  4. Raka- og vindvarnarlögum
  5. Grunni, áður en botnplata er steypt
  6. Járnalögnum
  7. Grind, bitum og þaki, áður en klætt er
  8. Frágangi á klæðningu þaka, bæði úr timbri og öðrum efnum, þ.á.m. á neglingu þakjárns eða öðrum tilsvarandi frágangi
  9. Frágangi á ystu klæðningu veggja
  10. Hita- og hljóðeinangrun
  11. Neysluvatns-, hitavatns-, hita- og kælikerfum ásamt einangrun þeirra
  12. Frárennslis-, regnvatns- og þerrikerfum
  13. Stokkalögnum og íhlutum þeirra fyrir loftræsti- og lofthitunarkerfi ásamt hita- og eldvarnaeinangrun
  14. Tækjum og búnaði loftræsti- og lofthitunarkerfa
  15. Úttekt á verkþáttum varðandi eldvarnir
  16. Úttekt á verkþáttum varðandi aðgengi fatlaðra

 

Byggingarstjóri skal sjá um að slysahætta vegna framkvæmdanna verði í lágmarki. Húsið skal vera fokhelt innan tveggja ára frá veitingu byggingarleyfis. Byggingarstjóra er skylt að tilkynna til byggingarfulltrúa þegar bygging er fokheld. Byggingarstjóra er skylt að óska eftir lokaúttekt þegar bygging er fullgerð.

 

HVAÐ GERIR BYGGINGARSTJÓRINN

Byggingarstjóri gerir verksamninga við undirverktaka sem hann ræður í samstarfi og með umboði verkkaupa.

 

Byggingarstjóri skal bera ábyrgð á að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir.

 

Byggingarstjóri skal fullnægja öllum ákvæðum skipulags- og byggingarlaga og byggingarreglugerðar varðandi ábyrgð og skyldur byggingarstjóra.

SKILD ÞJÓNUSTA

Við sérhæfum okkur í að ástandsskoða fasteignir af öllum stærðum og gerðum.

 

Ástandsskoðun er mjög mikilvæg í nútíma þjóðfélagi vegna þeirra fjölmörgu þátta sem geta komið upp við t.d. sölu, kaup, leigu, byggingu, breytingar eða aðra þætti húsbygginga.

 

Byggingarstjórinn ehf  |  Grensásvegi 50, 3 hæð  |  108 Reykjavík

SímI:  820 4410  Reynir

vefhönnun: Ímyndunarafl

Byggingarstjórinn ehf

 

Sundagörðum 2

 

104 Reykjavík